Fit 40+ karlar. Morgun tímar fyrir morgunhana!

No Comments

Fit 40+ karlar. Morgun tímar fyrir morgunhana!
Hvað er fit 40+ karlar? Líkamsrækt fyrir karlmenn sem vilja styrkja sig og koma sér í form!
Hvað er fit 40+?
Fit 40+ er prógram sem er ætlað fólki 40 ára eða eldra sem vill komast í betra form en það er í núna. Æfingaáætlunin er blanda af lyftingum, TRX suspension training og Body weight training. Kennt er á Selásbraut 98 í Árbæ.
Þjálfarinn í fit 40+ …er Stefán Guðjónsson ACE einkaþjálfari.
Hægt er að hafa samband í sími 693-6526 eða e-mail sbgka@centrum.is eða threk@threk.is
Verðið fyrir 6 vikna námskeið er 15.900 kr.
Við byrjum mánudaginn 17. okt. með morgun tíma fyrir karla. Tímar verða frá kl:7:00 til 8:00 á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum!

Fit 40 +!

No Comments

Hvað er fit 40 +?

Fit 40 + er prógram sem er ætlað fólki 40 ára eða eldra sem vill komast í betra form en það er í núna. Æfingaáætlunin er blanda af lyftingum til að styrkja vöðvana, TRX suspension training til að styrkja miðsvæðið (core) og auka úthaldið og Body weight training til að auka úthaldið.

Hvað er innfalið í æfingaáætluninni?

Innifalið er 1 klst. kennsla annaðhvort 2 eða 3 sinnum í viku ásamt fitumælingu í byrjun og lok hvers námskeiðs. Ýtarlegt viðtal við þjálfarann í byrjun hvers námskeiðs til að skrá skammtíma og langtíma markmið, þrekpróf í byrjun og lok hvers námskeiðs og aðstoð við matardagbók.

Hvar er kennt?

Kennt er í Árbærjarþrek www.threk.is, Selásbraut 98. 

Hægt er að hafa samband í sími 693-6526 eða e-mail sbgka@centrum.is

Munurinn á milli 40 og 20 ára.

Flest okkar sem eru komin yfir fertugt hafa komist að því að það er hreint ekki auðvelt að gera sömu hluti og þegar við vorum á tvítugs aldri t.d. að losna við auka kíló, hlaupa langt eða lyfta mikilli þyngd. Þó að við gerum okkur almennt grein fyrir því að við verðum aldrei í eins góðu formi og þegar við vorum yngri, langar okkur samt að vera í betra formi en við erum í núna.

 Að vera „áskrifandi“ að líkamsræktar korti.

Oftast eru þeir sem eru að reyna að koma sér í form með árskort á líkamsræktarstöð og nota það  sjaldan eða aldrei. Ástæðurnar geta verið margar, ein stærsta ástæðan er að fólk veit ekki hvað það þarf að gera til þess að ná þeim árangri sem það vill. Stundum þorir fólk ekki að biðja um hjálp á stöðvunum sem þau eru að æfa á. Öðrum leiðist að vera ein/n og finna ekki einhvern til að æfa með. Svo hvað er til ráða?

Að fá sér einkaþjálfara eða fara í fit 40+.

Það er mikil umræða í gangi í þjóðfélaginu um hvað þarf til að vera einkaþjálfari í dag. Fjölmiðlar hafa gert að því skóna að það sé mjög misjöfn menntun sem sumir einkaþjálfarar hafa. Þjálfarinn í fit eftir 40 plús er Stefán Guðjónsson.

Hver er Stefán Guðjónsson?

Ég er 47 ára gamall, og hef m.a. verið að lyfta lóðum í 25 ár en komst að því í kringum 43 ára aldurinn að þó að ég væri líkamlega sterkur var ekki hægt að sjá það fyrir fitu! Þá vissi ég að ég varð að gera eitthvað í málinu! Ég fór í Bootcamp og hélt áfram að lyfta meðfram því, svo seinna meir bætti ég TRX við. Síðan ég byrjaði að æfa af krafti hef ég tekið þátt í Bootcamp Hell Weekend (36 tímar af stanlausum æfingum), hlaupið  bæði hálft og heilt maraþon og stefni á þríþraut og laugarvegs hlaup fyrir fimmtugt. Ég var svo hrifin af TRX að ég dreif mig á TRX þjálfunar námskeið og þá var ekki aftur snúið! Mér finnst svo gaman að miðla minni reynslu að ég ákvað að ná mér í einkaþjálfara próf og ACE prófið varð fyrir valinu.

Annað um mig:

Ég er einn helsti vínþjónn landsins til marga ára og er með vínsíðuna  www.smakkarinn.is .    

Hvað er TRX?

TRX suspension training http://www.fitnessanywhere.com/ er eitt heitasta æfingaprógrammið í dag og gefur fólki á öllum aldri og í hvaða líkamlega formi sem er tækifæri til að styrkjast á sínum hraða.

Hvað er ACE?

(A)merican (C)ouncil on (E)xercise http://www.acefitness.org/ er eitt viðurkenndasta einkaþjálfara program í Bandaríkjunum í dag. Það er unnið í samvinnu við Guðbjörgu Finnsdóttur íþróttakennara og líkamsræktarstöðina Hreyfingu. Námskeiðið er 60 tímar, einnig þurfti ég að taka einn einstakling í 4 vikna einkaþjálfun og gefa ýtarlega skýrslu. Þess má geta að ég fékk 9 í einkunn fyrir þetta tvennt. ACE prófið  er talið það strangt og erfitt að ná því, að til þess að ná prófinu verður að fá 70% af svörum rétt í 6 tíma prófi.  Fall í prófinu er oft í kringum 70%. Þess má geta að við við vorum aðeins 2 af 9 sem náðum  prófinu árið 2010.